Keilarar ársins 2023

Facebook
Twitter

Arnar Davíð Jónsson og Katrín Fjóla Bragadóttir

 

Arnar Davíð Jónsson           

Arnar Davíð hefur leikið vel á árinu 2023 og varð í 7. sæti evrópsku mótaraðarinnar árið 2023 og tekur þá á EBT masters 2024 en þangað er 8 efstu mönnum mótaraðar fyrra árs boðið.  Á árinu 2022 endaði hann í 7. Sæti á lokamóti mótaraðarinnar eftir að hafa komið inní mótið sem 3.  Arnar Davíð æfir og stundar sína íþrótt að mestu leiti erlendis, en hann er með sænskan þjálfara og leikur með sænsku liði.  Arnar Davíð hefur stundað Keilu íþróttina frá unga aldri og segja má að árið 2023 er eitt af hans bestu árum.  Á arinu 2024 higgs Arnar stefna enn lengra eða á PBA túrinn í USA, sterkustu mótaröð heims í Keilunni, og óskum við Arnari góðs gengis þar.  Arnar Davíð hefur verið góð fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

 

 

Katrín Fjóla Bragadóttir         

Katrín Fjóla hefur átt einstaklega gott ár sem keilari. Á árinu varð hún Íslandsmeistari einstaklinga og lék sem slíkur á Evrópumóti landsmeistar sem fram fór í Berlín í október.  Hún varð einnig Íslandsmeistari í tvímenningi ásamt Ísaki Birki Svævarssyni.  Hún varð Íslandsmeistari og Bikarmeistari með liði sínu KFR-Valkyrjum, en liðið setti einnig nokkur Íslandsmet á árinu.  Um ára bil hefur Katrín Fjóla verið góð fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

 

Nýjustu fréttirnar