Evrópumóti landsmeistara lokið hjá Íslendingum

Facebook
Twitter

Í dag, 26. október lauk Ísland keppni á Evrópumóti landsmeistara 2023.
Hinrik Óli og Katrín Fjóla spiluðu 24 leiki í forkeppni og þar af voru 8 leikir í blönduðum tvímenning, sem er nýjung á þessu móti.

Fyrsta daginn spiluðu þau í hefðbundnu einstaklingssniði. Hinrik spilaði átta leikina á 187 að meðaltali á meðan Katrín spilaði leikina á 160 meðaltali.

Þau spiluðu svo saman í blönduðum tvímenning þar sem þau lentu í 27. sæti af 34 þjóðum.
Hinrik var með meðaltal upp á 203 og Katrín var með 168 í meðaltal.

Svo var komið að öðrum einstaklingsriðli og þar var Hinrik með meðaltal upp á 192 og Katrín var með 157 í meðaltal.

Þar með lýkur þeirra þátttöku á þessu móti og var Hinrik í 29. sæti með 194 meðaltal í 24 leikjum og Katrín var í því 32. með 162 í meðaltal í 24 leikjum.

Nýjustu fréttirnar