Evrópumót Landsmeistara(ECC) 2023

Facebook
Twitter

Nú styttist í að Evrópumót lansdmeistara 2023 fari af stað.
Mótið er einstaklingsmót þar sem einn karl og ein kona keppa fyrir hönd sinnar þjóðar.
Ísland sendir frá sér keppendur í báðum flokkum og eru það sigurvegarar frá Íslandsmóti einstaklinga sem keppa. Í ár fara því Hinrik Óli Gunnarsson, ÍR og Katrín Fjóla Bragadóttir, KFR, fyrir Íslands hönd.

Mótið hefst mánudaginn 23. október með formlegri æfingu á olíuburði mótsins en fyrsti keppnisdagur er á þriðjudaginn, 24. október. Spilaðir eru samtals 24 leikir í forkeppni og komast 16 efstu áfram.
Þeir sem komast áfram spila svo 8 leiki og fara átta efstu áfram. Þessir átta spila svo 4 leiki og fjórir komast áfram og spila undanúrslit þar sem er útsláttarkeppni.

Blandaður tvímenningur er nýjung á þessu móti en það kemur til með að gefa fleirum möguleika á að vinna til verðlauna.
Blandaður tvímenningur er spilaður á öðrum keppnisdegi, eða 25. október.
Ekki er spilað til úrslita en heildarskor úr leikjunum átta gilda til verðlauna.

Mattias Möller fer sem þjálfari á sínu síðasta móti sem þjálfari Íslands í bili.

Allar upplýsingar um mótið er að finna hér

Nýjustu fréttirnar