Mark Heathorn ráðinn þjálfari landsliða

Facebook
Twitter

Mark Heathorn ráðinn þjálfari landsliða

Stjórn Keilusambands Íslands hefur samið við Mark Heathorn frá Englandi um stöðu yfirþjálfara íslenskra landsliða til næstu tveggja ára.
Mark hefur víðtæka reynslu af þjálfun einstaklinga, liða auk landsliða ásamt því vera stofnandi svæðis- og landsakademíu í Englandi. Hann hefur starfað sjálfstætt við keiluþjálfun frá árinu 2010, hann er reynslumikill leiðbeinandi og hefur haldið á fjórða tug EBF Level I og II námskeiða fyrir þjálfara og hefur sjálfur lokið Level III námskeiði.
Mark hefur getið sér mjög gott orð sem þjálfari á Englandi, hann hefur þjálfað fjölmarga titilhafa ásamt því að byggja upp bæði þjálfara og iðkendur til langs tíma og hefur starfað með landsliðum, bæði fullorðinna og ungmenna. 

Mark mun leggja mikla áherslu á að framfylgja nýuppfærðri afreksstefnu ásamt því að starfa í nánu samstarfi við þjálfara allra liða á Íslandi með það að markmiði að okkar góði hópur haldi áfram að fá góða þjálfun, undirbúning og utanumhald sem þarf til að skapa kjör aðstæður fyrir afreksfólkið okkar.
Mark mun hefja störf þann 1. nóvember nk. og verður hans fyrsta verkefni að koma til landsins til að fylgjast með Íslandsmótinu í tvímenningi, hitta iðkendur og þjálfara að því loknu og mögulega bjóða upp á einkaþjálfun gefist tími til þess.

Ný staða yfirþjálfara landsliða var auglýst í sumar, þetta er tilrauna verkefni sem miðar að því að samræma upplifun, þjálfun og utanumhald allra landsliða.
Staðan var auglýst á evrópugrundvelli og bárust þónokkrar umsóknir um stöðuna. 

Stjórn Keilusambandsins er gríðarlega ánægð með hversu margir hæfir aðilar sóttu um stöðuna og bindur miklar vonir við farsælt samstarf við Mark á komandi misserum, við erum spennt fyrir þeim möguleikum sem samstarfið við Mark færir okkur í bæði þjálfun sem og þjálfaramenntun á Íslandi.

Stjórn Keilusambands Íslands þakkar fráfarandi landsliðsþjálfurum fyrir sitt óeigingjarna og frábæra starf til þessa.
Mattias Möller sem hefur þjálfað íslenska karlalandsliðið undanfarin ár mun fylgja íslandsmeisturunum okkar á ECC í Berlín í október og verður það hans síðasta verkefni.
Mattias, Guðmundur, Skúli Freyr og Adam Pawel hafa undanfarið staðið vaktina með landsliðin okkar með stakri prýði og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir þeirra framlag. 

 

English:

Mark Heathorn appointed head coach of national teams in Iceland.

The board of the Icelandic Bowling Association has signed a contract with Mark Heathorn from England on the position of head coach of the Icelandic national teams for the next two years. Mark has extensive experience in training individuals, teams and national teams as well as being the founder of a regional and national academy in England. He has been working as an independent bowling coach since 2010, he is an experienced instructor and has held nearly 40 EBF Level I and II courses for coaches and has himself completed a Level III course. Mark has made a very good name as a coach in England, he has coached numerous title holders and worked on developing both coaches and practitioners for a long time and has worked with national teams, both adults and youth.

Mark will put a lot of emphasis on implementing the newly updated high performance policy as well as working in close cooperation with the coaches of all teams in Iceland with the aim that our good group continues to receive the good training, preparation and care needed to create ideal conditions for the high achievers. Mark will start on November 1st. and his first task will be coming to Iceland to observe the Icelandic doubles championship, meet the practitioners and coaches afterwards and possibly offer private training if there is time.

The new position of national team head coach was announced this summer. This is an experimental project that aims to coordinate the experience, training, and management of all national teams. The position was advertised on a European basis and quite a few coaches applied for the position.

The Board of the Bowling Association is extremely pleased with how many qualified coaches applied for the position and has high hopes for a successful collaboration with Mark in the coming seasons, we are excited about the possibilities that the collaboration with Mark brings to us in both training and coach education in Iceland.

The board of the Icelandic Bowling Association thanks the outgoing national team coaches for their selfless and excellent work.
Mattias Möller, who has coached the Icelandic men’s national team for the past years, will accompany our Icelandic champions to the ECC in Berlin in October, and it will be his last assignment.
Mattias, Guðmundur, Skúli Freyr and Adam Pawel have all done a great job coaching our national teams and we are very grateful to them for their contribution.

Nýjustu fréttirnar