Tilkynning um venslasamninga kvenna.

Facebook
Twitter

Eftir kvennafund sem haldinn var í vor sem leið var ákveðið að kvennadeildin yrði tvískipt í ár og spilað yrði í 1. og 2. deild með 6 lið í hvorri deild ásamt því að fyrirkomulagi úrslitakeppni yrði breytt.

Einnig var ákveðið að heimila konum að gera venslasamning við karlalið í neðri deildum á einstaklingsgrundvelli, þ.e. að konur geti gert venslasamning við karlalið í neðri deildum (2 og 3deild)
en samt sem áður einnig haft vensl innan kvennadeildar eins og verið hefur.

Þessir venslasamningar eru einstaklingssamningar en ekki liða samningar svo hver og ein kona getur gert venslasamning við karlalið í sínu félagi.

Þessi breyting er gerð með það að markmiði að hvetja konur enn frekar til að stunda keilu svo þær sem vilja geti fengið aukinn spilatíma.
Er þetta gert núna sem reynsla á tímabilinu 2023 – 2024 og verður svo endurskoðað í samráði við kvennakeiluna eftir tímabilið.
Eitt af markmiðum Keilusambands Íslands er að fjölga konum í keilu og er þessi ákvörðun liður í því.

Kvennafundurinn var mjög vel sóttur og gagnlegur til að nýta áfram í frekari þróun kvenna keilu á Íslandi og þakkar stjórn Keilusambandsins frábæra þátttöku og góðar umræður á þessum fundi.

Þær konur sem hafa hug á að skrá venslasamning við karlalið er bent á eyðublað hér.

Nýjustu fréttirnar