Triple Crown er keppni sem árlega fer fram á milli Englands, Skotlands, Wales og Írlands. Á haustmánuðum fóru þessir aðilar að tala um að fjölga þátttökuþjóðum, en þó skuli mótið ávallt haldið í uppruna löndunum. Úr varð að Belgíu, Hollandi og Íslandi var boðin þátttaka. Mótinu er skipt niður í aldursflokka og er keppt í A-liðum karla og kvenna, U30 karla og kvenna, U18 pilta og stúlkna, U15 pilta og stúlkna og Öldunga karla og kvenna.
Ísland þáði boð um þátttöku og núna dagana 10. – 14. ágúst fer fram keppni í U30 flokknum, en um nýjan flokk í keppninni er að ræða.
U30 keppendur Íslands sem héldu til Skotlands í morgun eru:
Konur
Hafdís Pála Jónasdóttir
Helga Ósk Freysdóttir
Katrín Fjóla Bragadóttir
Málfríður Jóna Freysdóttir
Karlar
Andri Freyr Jónsson
Aron Hafþórsson
Hinrik Óli Gunnarsson
Ísak Birkir Sævarsson
Sextán manna hópur U18 og U15 fer síðan til Skotlands dagana 23. til 28. ágúst