Lokadagur á Evrópumóti karla 2023 – Master lokið

Facebook
Twitter

Arnar Davíð Jónsson spilaði í Masterskeppni í dag, 17. júní á Evrópumóti karla 2023 í Wittelsheim í Frakklandi. Arnar mætti sterkum andstæðing í fyrstu umferð en það var Mattias Wetterberg frá Svíþjóð. Arnar spilaði gríðarlega vel gegn Mattias og náði Arnar að sigra hann með 2 stigum á móti 1. Arnar kom sér þá áfram í næstu umferð Masterskeppninnar.
Master 1 Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Stig Samtals Meðaltal
Arnar 249 237 237 2 723 241
Mattias 204 257 214 1 675 225

Í annari umferð mætti hann einnig sterkum andsæðing, en það var Carsten Warming Hansen frá Danmörku. Carsten var í 8. sæti í All-Event og mátti því búast við hörku leik. Arnar byrjaði ekki vel en hann tapar fyrsta leik. Í öðrum leik var Arnar í hælunum á Carsten allan leikinn en eftir mistök hjá Carsten undir lok leiks varð góður möguleiki á sigri. Arnar þurfti á fellu að halda í 10. ramma en pinnarnir féllu ekki með honum þá. Carsten náði því að vinna annan leik og koma sér í næstu umferð. Því miður fyrir Arnar þá lauk hann leik á Evrópumóti karla í annarri umferð Masterskeppninnar.
Master 2 Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Stig Samtals Meðaltal
Arnar 188 256   0 444 222
Carsten 203 263   2 466 233

Jord Van Weeren frá Hollandi er Evrópumeistari karla árið 2023 eftir að hafa sigrað hinn 17 ára gamla Litháena, Laurynas Narusis í úrslitum. Van Weeren var með meðaltal upp á 275 í úrslitunum sjálfum og spilaði einnig 300 leik í leiðinni.
Keppni er þar með lokið á Evrópumóti karla árið 2023. Íslenska landsliðið lét heldur betur heyra í sér á þessu móti og er von um að næsta mót, sem verður í Álaborg í Danmörku árið 2025 verði enn betra en mótið í ár. Með þessari frammistöðu hjá strákunum tryggðu þeir sér keppnisrétt á Heimsmeistaramótinu, sem haldið verður í Kúveit dagana 3.-16. október á þessu ári.

Gleðilegan þjóðhátíðardag og njótið sumarsins!

Nýjustu fréttirnar