Dagur 3 á Evrópumóti karla 2023 – Tvímenningur

Facebook
Twitter

Í dag, 11. júní hófst tvímenningskeppni á Evrópumóti karla í Frakklandi 2023.
Magnús Sigurjón og Guðlaugur byrjuðu kl. 8 í morgun að íslenskum tíma. Þeir náðu hvorugir að halda sama dampi og í einstaklingskeppninni en þeir spiluðu samanlagt 2358 pinna, sem gerir 196.5 í meðaltal í hverjum leik.
Hafþór og Jón Ingi spiluðu svo eftir hádegi og byrjuðu feikilega vel og náðu að halda nokkuð góðum dampi alveg til síðasta leiks þar sem þeir náðu ekki að tengja saman fellurnar. Leikirnir hjá strákunum litu svona út en ljóst er að hvorugt liðið kemst á verðlaunapall:

 

Tvímenningur 1

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Magnús

202

161

146

182

268

151

1110

185.0

 

Gulli

202

190

215

225

226

190

1248

208.0

 
   

404

351

361

407

494

341

2358

196.5

42.sæti

                   

 

Tvímenningur 2

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Haffi

193

234

201

204

247

189

1268

211.3

 

Jón Ingi

209

192

277

238

218

180

1314

219.0

 
   

402

426

478

442

465

369

2582

215.2

15.sæti

                     

 

Á morgun 12. júní kl 8 að íslenskum tíma fer fram síðasti tvímenningsriðillinn en þá spila Arnar Davíð og Skúli Freyr Ef litið er á einstaklingskeppnina þá eiga þeir góðan möguleika ef þeir ná að halda sínu formi og leikplani.

Vefsíða mótsins er hér

Streymi er hér:

Stöður og úrslit eru hér:

Hörður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Sigurðsson hafa verið að taka saman dagana hjá keppendum og setja á Youtube.
Hægt er að nálgast myndböndin hér að neðan:
Upphitun og æfingar 
Dagur 1 (Æfingar og opnunnarhátíð)
Dagur 2 (Keppnisdagur 1)
Dagur 3 (keppnisdagur 2)

Nýjustu fréttirnar