Tvímenning stráka lokið

Facebook
Twitter

Í dag, mánudag 3.apríl, hófst Evrópumót unglinga með tvímenning stráka.
Ásgeir Karl Gústafsson og Mikael Aron Vilhelmsson KFR byrjuðu kl 7 í morgun að íslenskum tíma.
Spiluðu þeir 6 leiki og voru í góðum gír í gegnum alla 6 leikina. Þeir voru í 5. sæti í sínum riðli en eftir seinni riðilin voru þeir komnir niður í 11.  sæti samanlagt úr báðum riðlum. Flottur árangur hjá þeim félögum.

Skor var eftirfarandi:

Tvímenningur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Ásgeir

193

234

288

178

217

174

1284

214,00

 

Mikki

192

179

247

237

157

207

1219

203,17

 
   

385

413

535

415

374

381

2503

208,58

11. sæti

Svo kl 11:15 að íslenskum tíma stigu Matthías Leó Sigurðsson KFA og Tristan Máni Nínuson ÍR á brautirnar og spiluðu einnig 6 leiki.
Þeir náðu sér ekki alveg á strik í dag og lentu í 36. sæti eftir báða riðla

Skorið úr leikjunum hjá Matthíasi og Tristan:

Tvímenningur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Matthías

177

172

170

174

162

190

1045

174,17

 

Tristan

158

156

172

151

224

224

1085

180,83

 
   

335

328

342

325

386

414

2130

177,50

36. sæti

Efstu 4 tvímenningarnir komast áfram í undanúrslit og því ljóst að hvorugt lið komst þangað. Masterskeppnin lítur vel út fyrir Ásgeir og Mikael en liðakeppnin er næst hjá strákunum okkar.


Næst á dagskrá á Evrópumótinu er tvímenningur hjá stelpunum.
Spilað verður á morgun, þriðjudag, í tveimur riðlum og eru tvímenningarnir skipaðir svona:

Kl. 09:00 / 07:00 á íslenskum tíma

Alexandra og Viktoría Hrund

Kl. 13:15 / 11:15 á íslenskum tíma

Olivia Clara og Hafdís Eva

 

Streymi frá mótinu er hér:

Stöður og skor úr mótinu er að finna hér:

 

Nýjustu fréttirnar