Valgeir Guðbjartsson tekur við embætti foseta EBF

Facebook
Twitter

Þær fréttir voru að berast frá Evrópska keilusambandinu að Addie Ophelders forseti sambandsins þurfi samkvæmt læknisráði vegna heilsufars síns að segja sig frá skyldum sínum sem forseti sambandsins og hætta tafarlaust öllum afskiptum af sambandinu. Núverandi kjörtímabil Addie er til þings EBF í október 2023 en hann var kjörinn varaforseti árið 1985 og síðan forseti árið 1989.

 

Vara forseti EBF Valgeir Guðbjartsson tekur við skyldum Addie fram að þingi EBF í Berlín í Október 2023. 

 

Keilusamband Íslands sendir Addie sínar bestu kveðjur um góðan bata og óskar Valgeiri velfarnaðar í þessu starfi.

Nýjustu fréttirnar