Kristján Þórðarson KR og Guðný Gunnarsdóttir ÍR eru Íslandsmeistarar öldunga 2023

Facebook
Twitter

Í gærkvöldi lauk keppni á Íslandmóti öldunga 2023. Voru það þau Kristján Þórðarson frá KR og Guðný Gunnarsdóttir frá ÍR sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir úrslitakeppni 3 efstu. Er þetta í þriðja sinn sem Kristján landar þessum titli og jafnar þar með fjölda titlanna við Guðmund Sigurðsson og Rögnu Matthíasdóttur. Guðný Gunnarsdóttir er að vinna þetta mót í fyrsta sinn.

Í karlaflokki mættust í úrslitunum Matthías Helgi Júlíusson úr KR sem leiddi mótið í gegn um forkeppnina og undanúrslit, Þórarinn Már Þorbjörnsson úr ÍR og Kristján Þórðarson úr KR. Fyrirkomulag úrslitanna er eins og í öðrum Íslandsmótum einstaklinga, efstu 3 leika einn leik og dettur sá með lægst skorið út og hinir tveir leika um titilinn. Matthías varð í 3. sæti mótsins og þar af leiðandi léku þeir Þórarinn og Kristjá til úrslita og þar hafði Kristján betur og hlítur titilinn Íslandsmeistari öldunga.

Hjá konum varð það Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR sem varð í 3. sæti en hún leiddi keppnina fram að úrslitum. Í öðru sæti varð Bára Ágústsdóttir úr ÍR og Íslandsmeistari öldunga 2023 er Guðný Gunnarsdóttir frá ÍR.

Hér má sjá lokastöðu mótsins frá í gær sem og skor úr úrslitakeppninni.

Karlar

Sæti

Nafn

 

Félag

Forg.

Flutt

Skor

Auka- pinnar

Sam- tals

Meðal- tal

1

Matthías Helgi Júlíusson

1

KR

0

2.397

1065

60

3.522

203,65

2

Þórarinn Már Þorbjörnsson

2

ÍR

0

2.424

960

60

3.444

199,06

3

Kristján Þórðarson

3

KR

0

2.190

1051

100

3.341

190,65

4

Freyr Bragason

4

KFR

0

2.307

971

50

3.328

192,82

5

Guðmundur Sigurðsson

5

ÍA

0

2.296

969

10

3.275

192,06

6

Sveinn Þrastarson

6

KFR

0

2.183

922

20

3.125

182,65

 

Konur

Sæti

Nafn

 

Félag

Forg.

Flutt

Skor

Auka- pinnar

Sam- tals

Meðal- tal

1

Linda Hrönn Magnúsdóttir

1

ÍR

0

2.243

871

100

3.214

183,18

2

Guðný Gunnarsdóttir

2

ÍR

0

2.183

888

40

3.111

180,65

3

Bára Ágústsdóttir

3

ÍR

0

1.937

792

60

2.789

160,53

4

Anna Soffía Guðmundsdóttir

4

KFR

0

1.862

824

60

2.746

158,00

5

Snæfríður Telma Jónsson

5

ÍR

0

1.904

742

20

2.666

155,65

6

Herdís Gunnarsdóttir

6

ÍR

0

1.865

776

20

2.661

155,35

 

 

 

Nýjustu fréttirnar