Viktor Snær Guðmundsson ÍR og Viktoría Hrund Þórisdóttir KFR Íslandsmeistarar einstaklinga 2023 með forgjöf

Facebook
Twitter

Í gær lauk úrslitum á Íslandsmóti einstaklinga 2023 með forgjöf. Voru það þau Viktor Snær Guðmundsson úr ÍR og Viktoría Hrund Þórisdóttir úr KFR sem sigruðu mótið í ár. Dagurinn hófst á því að undanúrslit 6 efstu úr hvorum flokki voru leikin en spilað var í svokölluðu Round Robin þ.e. allir við alla. Eftir það fóru 3 efstu úr hvorum flokki í úrslitaviðureignirnar og spilaður var einn leikur og féll sá sem lægsta skor var með út. Að lokum var hreinn úrslitaleikur milli þeirra tveggja sem eftir voru.

Mótið hófst með forkeppni s.l. laugardag og voru þá leiknir 6 leikir. Áfram var haldið með forkeppnina sunnudaginn 19. febrúar. Eftir forkeppnina fóru sína 12 efstu karlar og 12 efstu konur áfram í milliriðil sem leikinn var 21. febrúar.  Undanúrslit og úrslit fóru síðan fram eins og segir í gær, en 6 efstu karlar og konur fóru áfram í undanúrslit og síðan foru 3 efstu í úrslitin.

Viktor Snær Guðmundsson úr ÍR sigraði Svavar Stein Guðjónsson úr KFR í úrslitum með 2261 gegn 230 en Ásgeir Karl Gústafsson úr KFR varð í 3. sæti hjá körlunum.

Viktoría Hrund Þórisdóttir úr KFR sigraði Ágústu Kristínu Jónsdóttur úr ÍA með 257 gegn 226 í úrslitum en Steinunn Inga Guðmundsdóttir úr ÍA varð í 3. sætinu.

Úrslit dagsins urðu annars þessi.

Karlar

Sæti Nafn   Félag Forgjöf Flutt Skor Auka- pinnar Sam- tals Meðal- tal Mism. í 3. sæti
1 Ásgeir Karl Gústafsson 1 KFR 22 4.287 1188 40 5.515 238,04 118
2 Viktor Snær Guðmundsson 2 ÍR 76 4.256 1111 80 5.447 233,35 50
3 Svavar Steinn Guðjónsson 3 KFR 50 4.111 1226 60 5.397 232,04 0
4 Matthías Ernir Gylfason 4 KFR 45 4.079 1192 80 5.351 229,17 -46
5 Matthías Leó Sigurðsson 5 KFA 37 4.145 1032 20 5.197 225,09 -200
6 Ásgeir Henningsson 6 ÍR 37 4.046 999 20 5.065 219,35 -332

Konur

Sæti Nafn   Félag Forgjöf Flutt Skor Auka- pinnar Sam- tals Meðal- tal Mism. í 3. sæti
1 Ágústa Kristín Jónsdóttir 1 KFA 53 4.128 1089 60 5.277 226,83 148
2 Viktoría Hrund Þórisdóttir 2 KFR 67 4.043 1080 60 5.183 222,74 54
3 Steinunn Inga Guðmundsdóttir 3 KFA 68 4.005 1084 40 5.129 221,26 0
4 Ragna Guðrún Magnúsdóttir 4 KFR 51 3.971 1072 60 5.103 219,26 -26
5 Bára Líf Gunnarsdóttir 5 ÍR 80 3.879 1025 60 4.964 213,22 -165
6 Snæfríður Telma Jónsson 6 ÍR 46 3.873 1016 20 4.909 212,57 -220

Nýjustu fréttirnar