Evrópumót Öldunga (50+) 2023

Facebook
Twitter

Evrópumót Öldunga (50+) fer fram í Álaborg dagana 28. janúar til 4. Febrúar.
Á laugardaginn, 28. Janúar fer fram formleg æfing hjá liðinu en svo á sunnudag hefst tvímenningur hjá körlum. Tvímenningur hjá konum er á mánudag og svo er liðakeppnin skipt á tvo daga hjá báðum kynjum á þriðjudag og miðvikudag.
Einstaklingskeppnin byrjar hjá körlum á fimmtudag og hjá konum á föstudag.
Masters keppnin hefst svo hjá körlum á föstudagskvöld og klárast á laugardeginum 4. Febrúar.
Konurnar byrja masters á laugardagsmorgun og úrslitin klárast seinni partinn sama dag.

Þjálfari liðsins er Adam Pawel Blaszczak og valdi hann eftirfarandi leikmenn:

Konur:
Bára Ágústsdóttir
Guðný Gunnarsdóttir
Helga Sigurðardóttir
Linda Hrönn Magnúsdóttir

Karlar:
Freyr Bragason
Guðmundur Sigurðsson
Matthías Helgi Júlíusson
Þórarinn Már Þorbjörnsson

Það verður hægt að fylgjast með mótinu í beinu streymi hér

Svo er einnig hægt að fylgjast með á Lanetalk hér

Hægt er að finna fleiri upplýsingar á heimasíðu mótsins hér

Nýjustu fréttirnar