Dagskrá næstu daga

Facebook
Twitter

Um helgina fer fram Íslandsmót í tvímenning
Í mótinu er spilað í Dual burði sem þýðir að ekki er sami burður á báðum brautum.
Þeir burðir sem að er spilað á eru:
Vinstri braut: 2019 PBA SHARK 48
Hægri braut: 2019 PBA CHEETAH 33

Forkeppni byrjar kl 09:00 laugardaginn 5. nóvember og eru spilaðir 4 leikir.
Efstu 10 halda svo áfram í milliriðil og spila 4 leiki.
Stefnt er á að byrja milliriðil kl 11:30 eða strax og búið er að olíubera eftir forkeppni
Efstu 6 úr milliriðil fara áfram í undanúrslit kl 9:00 á sunnudeginum 6. nóvember 

Undanúrslit
Allir spila við alla, einföld umferð. Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:
– fyrir sigur í leik fást 40 bónusstig
– fyrir jafntefli í leik fást 20 bónusstig
Tveir efstu tvímenningarnir komast í úrslit.
Skorið fylgir alla leið nema í úrslitin, þá er allt sett á núll.

Úrslit
Tveir stigahæstu tvímenningarnir leika síðan til úrslita.
Sá tvímenningur sem er efstur að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflisviðureignir skal útkljá með því að báðir tvímenningar kasti einu kasti og sá sem fellir fleiri keilur sigrar.
Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik skulu báðir tvímenningar kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.
Sigurvegarinn fær titilinn Íslandsmeistari í tvímenningi.

Á mánudeginum 7. nóvember fara fram 3 leikir í deild og eru þeir allir spilaðir í Medium burði
Þeir leikir sem fara fram á mánudaginn kl 19:30 eru:
17-18: ÍR-Elding – KFR-Afturgöngurnar (1. deild kvenna, 4. umferð)
19-20: ÍR-KK – Ösp-Gyðjur (2. deild kvenna, 7. umferð)
21-22: ÍR-N – ÍR-VÁ (2. deild kvenna, 7. umferð)

Á þriðjudeginum 8. nóvember fara fram 7 leikir í deild og eru þeir allir spilaðir í Medium burði 
Þeir leikir sem fara fram á þriðjudaginn kl 19:30 eru:
9-10: ÍR-Splitturnar þrjár – Ösp-Loki (3. deild karla, 7. umferð)
11-12: KR-B – Ösp-Goðar (3. deild karla, 7. umferð)
13-14: ÍR-Geirfuglar – Ösp-Ásar (3. deild karla, 7. umferð)
15-16: ÍR-Gaurar – ÍR-Keila.is (3. deild karla, 7. umferð)
17-18: ÍR-TT – ÍR-Elding (1. deild kvenna, 7. umferð)
19-20: KFR-Skutlurnar – ÍR-BK (1. deild kvenna, 7. umferð)
21-22: KFR-Afturgöngurnar – KFR-Valkyrjur (1. deild kvenna, 7. umferð)

Á miðvikudag fer einn leikur fram sem að spilaður er í Medium burði
Sá leikur er spilaður kl 19:00
13-14: KFR-Afturgöngurnar – ÍR-TT (1. deild kvenna, 5. umferð)
Á sama tíma og deildarleikurinn er spilaður fer fram 2. umferð í utandeild í riðil 2
Hægt er að nálgast allar upplisingar um utandeild hér

Hægt er að nálgaast úrslit úr deildum hér fyrir neðan:
1.deild kvenna

2.deild kvenna

1.deild karla

2.deild karla 

3.deild karla

Reglur um val á olíuburði í deildarkeppni allra deilda

Boðið er upp á þrjá olíuburði fyrir deildarkeppni, stuttan, miðlungs og langan olíuburð.
Sjálfgefinn burður, ef heimalið velur ekki, er alltaf miðlungs olíuburðurinn.

Heimalið getur valið milli þessara þriggja olíuburða. (Stuttur, Medium og Langur)
Ósk um olíuburð þarf að berast á oliuburdur[at]kli.is  fyrir kl. 22:00 miðvikudagskvöldið fyrir næstu leikviku
sé leikdagur mánudagur eða þriðjudagur.
Fyrir leikdaga sem eru um helgi þarf beiðnin að berast Mótanefnd fyrir kl. 22:00 á mánudagskvöldi
fyrir komandi helgi.
Senda þarf beiðni á netfangið oliuburdur[at]kli.is

Nýjustu fréttirnar