ECC 2022 – Evrópukeppni landsmeistara

Facebook
Twitter

Evrópumót Landsmeistara (ECC) er næst á dagskrá og í ár fer það fram í Olomouc í Tékklandi. Mótið hefst 25. október eða núna á þriðjudaginn með formlegri æfingu.
Er þetta einungis einstaklingsmót og sendir Ísland frá sér eina konu og einn karl.
Sigurvegari úr Íslandsmóti einstaklinga fær þátttökuréttin.
Að þessu sinni eru það Linda Hrönn Magnúsdóttir og Arnar Davíð Jónsson sem keppa fyrir Íslands hönd en Linda vann sitt fyrsta Íslandsmót einstaklinga í mars síðastliðnum.
Hafþór Harðarson vann karlamegin en gaf ekki kost á sér að fara til Tékklands þannig að rétturinn færist niður í annað sætið, sem Arnar lenti í. Með þeim innan handar er Þórarinn Már Þorbjörnsson.

Mótið fer þannig fram að spilað eru tvær átta leikja seríur og komast 16 efstu áfram.
Þar eru spilaðir 8 leikir og komast svo 8 efstu eftir það áfram. Skorið fylgir alla leið í 8 manna úrslit og komast efstu 4 í undanúrslit þar sem spilað er fyrsta sæti er á móti því fjórða og annað sætið á móti því þriðja. Sigurvegarar mætast svo í úrslitum.

Fyrsti keppnisdagur er 26. október og er hægt að sjá meira hér

 

Nýjustu fréttirnar