Malta Invitational Games

Facebook
Twitter

Malta Invitational Games er íþróttamót sem haldið er dagana 5-9. Október.
Þetta mót er prufumót fyrir íþróttir sem eru ekki á Smáþjóðaleikunum og er verið að reyna að koma inn fleiri íþróttum inn á það mót.
Næstu Smáþjóðaleikar eru á næsta ári. Á þessum boðsleikum Möltu eru þrjár greinar, Tækvondó, þríþraut og keila.
Ísland er þátttakandi og sendum við fjóra leikmenn, tvo stráka og tvær stelpur, og einn þjálfara og eru þau nú þegar lögð af stað í þetta ævintýri.
Keppt er í einstaklings, tvímenning og liðakeppni. Alls eru 10 þjóðir að keppa á þessum boðsleikum og þar má nefna Andorra, Búlgaría, Kýpur, Færeyjar, Gíbraltar, ÍSLAND, Luxemborg, Svartfjallaland, San Marino og Mölta.

Mattias Möller sá um valið á leikmönnum og valdi hann þessa leikmenn:

  • Arnar Davíð Jónsson
  • Elva Rós Hannesdóttir
  • Jóhann Ársæll Atlason
  • Katrín Fjóla Bragadóttir

Leikdagar eru eftirfarandi:

Fimmtudaginn 6. október: Singles, kl. 21:00 í Möltu eða 19:00 íslenskum tíma (KK og KVK)

Laugardaginn 8. Október: Tvímenningur, kl. 19:15 í Möltu eða 17:15 íslenskum tíma (KK og KVK)

Sunnudaginn 9. Október: Liðakeppnin, kl. 18:00 í Möltu eða 16:00 íslenskum tíma

 

Maltneska Ólympíusambandið heldur utan um leikana og verður vonandi uppfært okkur með stöður á mótinu á þessari vefsíðu:

Nýjustu fréttirnar