Úrslitakeppni 1. deilda karla og kvenna dagur 1 & 2

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Í gær fór fram fyrsta viðureign í úrslitum um íslandsmeistara liða

Eru það lið ÍR TT og KFR Valkyrja sem að mætast í kvenna deild og ÍR PLS og KFR Stormsveitin sem að mætast í larla deild

Voru það KFR Valkyrjur sem að höfðu sigur eftir 3.leiki unnu ÍR TT með 8 stigum gegn 6 og 
KFR Stormsveitin hafði sigur gegn ÍR PLS 9 stig gegn 5
Hægt er að nálgast skor frá mánudagskvöldinu hjá konum hér og hjá körlum hér

Í kvöld fór svo fram önnur viðureign á milli liðana og náðu ÍR TT að vinna KFR Valkyrjur 10 stig gegn 4
sem að gerir viðureignina þannig að ÍR TT hefur 16 stig gegn 12 stigum hjá KFR Valkyrjum
Einnig náði ÍR PLS að vinna KFR Stormsveitina með 10 stigum gegn 4 hjá KFR Stormsveitinni
Og er staðan hjá þeim einnig orðin mjög spennandi.
ÍR PLS hefur 15 stig gegn 13 stigum KFR Stormsveitarinnar.
Hér er svo hægt að nálgast skor frá kvöldinu, hjá konum hér og hjá körlum hér

Loka umferð fer svo fram á morgun og fyrir þau sem að sjá sér ekki fært að mæta til að hvetja sitt lið að þá er keilusambandið með beina útsendingu á facebook síðunni hjá sér. 
Hér er hægt að nálgast síðu hjá keilusambandinu

Nýjustu fréttirnar