Fyrsti keppnisdagurinn á EYC2021 – Tvímenningur

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Í dag hóst keppni á Evrópumóti ungmenna 2021 en keppt er í Tilburg Hollandi. Ísland á fjóra þátttakendur á mótinu en það eru piltarnir Aron Hafþórsson ÍR, Hinrik Óli Gunnarsson ÍR, Matthías Leó Sigurðsson ÍA og Mikael Aron Vilhelmsson KFR. Í dag var leikið í tvímenningi.

Það voru þeir Aron og Hinrik sem hófu leik í morgun. Gekk þeim mjög vel fyrstu 3 leikina af 6 og voru þá í þriðja sæti síns riðils. Aron með 692 og Hinrik með 616. Þetta datt síðan aðeins niður hjá þeim í leik 4 og 5 en þeir náðu sér aðeins aftur á strik í 6. og síðasta leik seríunnar. Enduðu þeir með 2.375 seríu eða 197,9 í meðaltal. Aron var með 1.252 / 208,7 og Hinrik með 1.123 / 198,2. Enduðu þeir í 8. sæti af 18 en aðeins 20 pinnum frá 3. sæti riðilsins.

Eftir hádegið að staðartíma var síðan komið að þeim Matthíasi og Mikael að skella sér á brautirnar. Mikael byrjaði vel með 225 leik en Matthías náði sér ekki á flug. Enduðu þeir í 16. sæti af 17 með 2.010 seríu eða 167,5. Mikael með 1.080 / 180 og Matthías með 921 / 153,5.

Lokastaða riðilsins var þannig að Svíarnir Carl Eklund og Robin Ilhammar urðu í 1. sæti forkeppninnar með 2.838 / 236,5. Aron og Hinrik enduðu í 16. sæti og Mikael og Matthías enduðu í 34. sæti af alls 35 tvímenningum.

Á morgun verður síðan leikið í tvímenningi stúlkna og eiga því strákarnir okkar frí þann dag. Á þriðjudag verður síðan leikið í liðakeppninni.

Sjá má upplýsingar um mótið á vefsíðu þess

Fylgjast má með streymi frá mótinu á YouTube

Nýjustu fréttirnar