Breyting á kvennadeild í vetur

Facebook
Twitter

Á stjórnarfundi í kvöld var ákveðið að gera breytingu á kvennadeild í ár þar sem það hefur orðið fækkun á liðum eftir að dagskrá var sett upp.
Í ár verða það 12 lið sem að keppa í kvenna deild og verður spilað í einni deild í stað tveggja undanfarin ár.
Ekki var talið ráðlagt að taka lið úr 1.deild til að hafa 6 lið í báðum deildum, þar sem að einungis eitt lið fór upp um deild á síðasta tímabili.
Vinna stendur yfir í að setja upp dagskrá fyrir kvennadeild og kemur hún inn á næstu dögum.

Þau lið sem að keppa í ár eru:
ÍA-Meyjur
ÍR-BK
ÍR-BUFF
ÍR-Elding
ÍR-KK
ÍR-N
ÍR-TT
KFR Skutlurnar
KFR-Afturgöngurnar
KFR-Ásynjur
KFR-Valkyrjur
Ösp-Gyðjur

Nýjustu fréttirnar