Meistarakeppni KLÍ 2021 fer fram á Akranesi

Facebook
Twitter

Annaðkvöld, þriðjudagskvöldið 7. september fer fram Meistarakeppni KLÍ 2021 og að þessu sinni verður leikið í Keilusalnum Akranesi. Sem fyrr eru það Íslandsmeistarar liða og Bikarmeistarar liða sem mætast í þessari fyrstu keppni komandi tímabils. 

Fyrst fer fram kvennaleikurinn en þar eigast við Íslandsmeistarar KFR-Valkyrjur við lið ÍR-Buff en KFR-Valkyrjur urðu bæði Íslands- og Bikarmeistarar 2021 og ÍR-Buff varð í 2. sæti í báðum keppnum. Hefst leikurinn kl. 17:30

Síðan eigast við karlaliðin ÍR-PLS sem varð bæði Íslands- og Bikarmeistari 2021 og lið ÍA sem varð í 2. sæti í Bikarkeppni KLÍ. Er áætlað að sá leikur fari í loftið kl. 20:00

Ástæða þess að leikirnir fara fram á Akranesi er að ÍATV ætlar að senda leikina beint út á YouTube rás sinni og verða félagarnir Hörður Ingi Jóhannsson og Jóhann Ágúst Jóhannsson að lýsa leiknum. Einnig má benda á að nú er búið að setja upp Specto kerfi í salnum á Akranesi og er ætlunin að sýna notkun þess kerfis í útsendingu ef allt gengur eftir. Mikið hefur verið lagt í salinn upp á Skaga með mikilli hjálp bæjarins og aðalfélags og er það mikið ánægjuefni hjá KLÍ að þessar viðureignir fari fram þarna annakvöld.

 

Nýjustu fréttirnar