Úrslitaleikir 1. deildar karla eru hafnir

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Í morgun fór fram fyrsta viðureign af þrem í úrslitum 1. deildar karla 2021. Það eru ÍR-PLS og KFR-Stormsveitin sem eigast við. ÍR-PLS voru deildarmeistarar og eiga því heimaleikjaréttinn og í dag völdu þeir ROUT 66 olíuburðinn eða þann langa.

ÍR-PLS lagði KFR-Lærlinga í æsispennandi viðureign í undanúrslitum þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í síðasta kasti leiksins um hvort liðið kæmist í úrslitin úr þeirri viðureign. KFR-Stormsveitin lagði ÍA nokkuð auðveldlega og mættu því kannski aðeins betur hvíldir til leiks í dag. Það fór svo að Stormsveitin sigraði fyrsta leikinn 3 – 1, tóku svo annan leikinn 4 – 0 en allir þekkja að þessi lið gefast ekkert svo auðveldlega upp. Fór svo að ÍR-PLS gaf allt í botn í síðasta leiknum og náðu þar í 6 stig því þeir tóku heildina í þeim leik. Fór leikurinn því 7 – 7 og er ljóst að þessi lið ætla að halda spennu í viðureigninni fyrir okkur áhorfendur.

Næsta umferð verður annakvöld sunnudagskvöldið 30. maí og hefst leikur kl. 19:00 og verður honum streymt beint á Fésbókarsíðu KLÍ. Það verður þá heimaleikur Stormsveitarinnar og hafa þeir valið sama olíuburð og var í dag.

Leikirnir í dag fóru annars svona:

Leikur 1         ÍR-PLS KFR-Storm.
Einar Már 180 vs. 213 Gústaf Smári 0 1
Gunnar Þór 223 vs. 235 Skúli Freyr 0 1
Hafþór 221 vs. 211 Guðjón 1 0
Samt. 624   659 Heild 0 1
        Samtals 1 3
Leikur 2            
Einar Már 213 vs. 214 Guðjón 0 1
Gunnar Þór 236 vs. 259 Gústaf Smári 0 1
Hafþór 199 vs. 238 Skúli Freyr 0 1
Samt. 648   711 Heild 0 1
        Samtals 0 4
Leikur 3            
Einar Már 245 vs. 235 Skúli Freyr 1 0
Gunnar Þór 266 vs. 194 Guðjón 1 0
Hafþór 221 vs. 189 Gústaf Smári 1 0
Samt. 732   618 Heild 1 0
        Samtals 4 0
             
      Heild Meðaltal Stig  
ÍR-PLS     2.004 222,7 7  
KFR-Stormsveitin   1.988 220,9 7  

Nýjustu fréttirnar