Úrslitakeppni 1. deildar karla frestað – Kvennadeildir halda áfram

Facebook
Twitter

Mótanefnd og stjórn KLÍ hafa frestað bæði bikarúrslitum karla og úrslitakeppni karla eftir að leikmaður í ÍA greinist smitaður af Covid-19. Eins og gerist við svona smit þá fara nokkrir í sóttkví á meðan verið er að ná utan um stöðuna og af þeim sökum er lið ÍA óleikhæft vegna málsins. Þar sem ÍA átti leik við ÍR-PLS í úrslitum bikars varð að fresta þeirri viðureign. KFR-Valkyrjur og ÍR-Buff sem leika áttu til úrslita um kvennabikarinn óskuðu eftir því að þeirra leik yrði einnig ferstað og þá leikið á sama tíma og karlarnir. Var orðið við þeirri beiðni. Tilkynning um hvenær þeir leikir fara fram kemur síðar.

Þar sem ÍA spilar síðan í úrslitakeppni 1. deildar karla hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta úrslitakeppninni um nokkra daga þar til óhætt og eðlilegt getur talist að halda þeirri keppni áfram.

Úrslit í 1. deild kvenna fara þó fram og hefjast þau í kvöld í Keiluhöllinni Egilshöll.

Nánari tilkynning um hvenær úrslitakeppni karla fer fram verður send út von bráðar.

Nýjustu fréttirnar