KFR-Valkyrjur eru deildarmeistarar í 1. deild kvenna 2021

Facebook
Twitter

Í gær lauk deildarkeppninni í 1. deild kvenna. KFR-Valkyrjur eru deildarmeistarar en í lokaumferðinni unnu þær lið ÍR-Píurnar með 13 stigum gegn einu. ÍR-Buff vann lið ÍR-TT með 10,5 stigum gegn 3,5 og náðu þar með örðu sætinu af ÍR-Píunum en ÍR-TT hélt þó fjórða sæti sínu í deildinni og náði þar með síðasta sætinu fyrir úrslitakeppnina sem fer fram í næstu viku.

Það kom í hlut ÍR-Eldingar að falla í 2. deild kvenna á næsta tímabili en lið KFR-Ásynja endaði í 7. og næst síðasta sæti og fara þær í umspil við það lið sem nær 2. sætinu í 2. deild kvenna um laust sæti í 1. deild næsta tímabil. Lokaumferðin í 2. deild kvenna fer fram annaðkvöld miðvikudagskvöld og þá verður einnig lokaumferðin í 3. deild karla og þar með lýkur deildarkeppni KLÍ þetta tímabilið.

Í kvöld þriðjudagskvöld fer fram lokaumferðin 1. deildar karla og þar er nokkur spenna um það hverjir ná síðasta sætinu í úrslitakeppni deildarinnar sem og hvaða lið ná að halda sér í deild eða enda í umspili fyrir sæti í deildinni næsta tímabil.

Lokastöðuna í 1. deild kvenna má sjá hér.

Nýjustu fréttirnar