Lokaumferðin í 2. deild karla

Facebook
Twitter

Nú um hádegisbilið lauk keppni í 2. deild karla veturinn 2020 til 2021. Óþarfi ætti að vera að nefna áhrif Covid á þetta keppnistímabil í 2. deild sem og öllum öðrum deildarkeppnum innan KLÍ en nú er svo komið að deildarkeppni þar er lokið.

Íslandsmeistarar í 2. deild karla veturinn 2020 til 2021 er lið ÍA-W. Keppa þeir því á næsta tímabili í 1. deild karla ásamt félögum sínum í ÍA sem eru öruggir í úrslitakeppni 1. deildar karla sem hefst á næstunni.

Leikir dagsins í 2. deildu voru þessir:

  • Þór gegn ÍR-Fagmaður endaði 14 – 0 fyrir Þór
  • ÍR-Blikk gegn Þór-Víkingur endaði 11 – 3 fyrir ÍR-Blikk
  • ÍR-Nas gegn ÍR-Broskarlar endaði 8 – 6 fyrir ÍR-Broskörlum
  • KFR-JP-Kast gegn ÍR-Naddóður fór 7 – 7

Leikjum KFR-Þrasta og ÍA-W lauk fyrir nokkru og léku þau lið ekki í dag vegna þess.

Það er því ljóst að Þór mun leika umspilsleiki um laust sæti í 1. deild á næsta tímabili en það ræðst ekki fyrr en á þriðjudagskvöldið á móti hverjum þeir keppa en þá verður lokumferð 1. deildar.

Það er líka ljóst að ÍR-Fagmaður leikur umspilsleiki um að halda sæti sínu í 2. deil en þar á einnig eftir að koma í ljós hverjir andstæðingar þeirra verða úr 3. deildinni en sú deild leikur sína lokaleiki á miðvikudagskvöldið kemur: Þó telst það líklegt að um verði að ræða ÍR-T sem situr í 2. sæti þeirrar deildar. ÍR-Fagmaður urðu jafnir að stigum og Þór-Víkingur og þá þarf að grípa til 4. greinar í Mótsreglum um Íslandsmót deildarliða en þar segir að verði lið jöfn að stigum gildir fyrst innbyrðisviðureign þeirra liða. Þór-Víkingur vann þá viðureign 11 – 3 og telst því enda í 8. sæti 2. deildar karla 2020 til 2021.

Umspilsleikir fara þannig fram að lið mætast heima og að heiman og þarf lið að ná samtals 14,5 stigum úr þeim viðureignum til að tryggja sér sætið. Er þessi breyting á reglugerð móts gerð bara á þessu tímabili vegna Covid aðstæðna og færri leikja í deildarkeppni en almennt á að vera.

Sjá nánar lokastöðu í 2. deild karla veturinn 2020 til 2021.

Nýjustu fréttirnar