Áfram gakk – Æfingar og keppni halda áfram

Facebook
Twitter

Eins og fram kemur í fréttum í dag þá er opnað á það aftur frá og með fimmtudeginum næsta að æfingar og keppni haldi áfram eftir enn eitt Covid stoppið. Stjórn KLÍ fundaði í gærkvöldi og lagði drög með mótanefnd og framkvæmdastjóra KLÍ að því hvernig við klárum tímabilið en eins og kunnugt er var stutt eftir af deildarkeppni ársins.

Stjórn KLÍ fór þess á leit við mótanefnd og framkvæmdastjóra að stilla upp án tafar þeim leikjum sem eftir eru í deild. Stefnt er að því að þeim leikjum fyrir lokaumferð sem eftir voru verði settir á dagskrá svo fljótt sem í næstu viku.

Vegna fjöldatakmarkanna er einnig ljóst að ekki gengur upp að vera með einn lokadag umferða allra deilda. Þess í stað verður stefnt að því að hver deild fyrir sig, eða eins og húsrúm og fjöldatakmarkanir leifa, klári lokaumferð á ákveðnum tíma sem verður auglýstur rækilega hér á vef okkar og samfélagsmiðlum.

Lokaumferð Meistarakeppni ungmenna sem er dagsett skv. dagskrá okkar næstkomandi laugardag færist að öllum líkindum aftur um eina helgi.

Keilarar eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum frá KLÍ um fyrirkomulag móta og leikja.

Nýjustu fréttirnar