Ásgeir Karl Gústafsson KFR og Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR eru Íslandsmeistarar einstaklinga 2021 með forgjöf

Facebook
Twitter

Í gærkvöldi lauk keppni á Íslandsmóti einstaklinga 2021 með forgjöf. Voru það þau Ásgeir Karl Gústafsson KFR og Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR sem sigruðu mótið. Ásgeir er að taka þarna fyrsta stóra titilinn sinn en Hafdís gerði sér lítið fyrir og varði titilinn frá í fyrra og er skv. vef KLÍ fyrst kvenna til að gera það.

Ásgeir Karl lagði félaga sinn úr KFR Ísak Frey Konráðsson í úrslitum 233 gegn 211. Í þriðja sæti varð síðan Ísak Birkir Sævarsson ÍA en hann varð í 2. sæti eftir undanúrslitin en þrír efstu keppendur úr hvorum flokki léku til úrslita.

Hafdís Eva lagði Vilborgu Lúðvíksdóttur úr ÍA í úrslitum með 249 gegn 219. Í þriðja sæti varð Sóley Líf Konráðsdóttir sem varð eins og Ísak Birkir í 2. sæti eftir undanúrslitin.

Eins og glöggir lesendur sjá þá eru Sóley Líf og Ísak Freyr Konráðsbörn, Konráð í JP-Kast, og er greinilega gott keilugen þarna á ferð.

Eftir undanúrslitin í gær var staðan í karlaflokki þessi:

Sæti Nafn Félag Forgjöf Flutt Skor Auka- pinnar Sam- tals Meðal- tal Mism. í 3. sæti
1 Ásgeir Karl Gústafsson KFR 54 2.776 1.267 60 4.103 237,8 70
2 Ísak Birkir Sævarsson KFA 62 2.747 1.227 100 4.074 233,8 41
3 Ísak Freyr Konráðsson KFR 80 2.878 1.135 20 4.033 236,1 0
4 Hlynur Helgi Atlason KFA 47 2.826 1.144 60 4.030 233,5 -3
5 Hrannar Þór Svansson KFR 59 2.749 1.211 40 4.000 232,9 -33
6 Guðmundur Sigurðsson KFA 31 2.739 1.154 20 3.913 229,0 -120

Í kvennaflokki varð staðan þessi:

Sæti Nafn Félag Forgjöf Flutt Skor Auka- pinnar Sam- tals Meðal- tal Mism. í 2. sæti
1 Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 45 2.625 1.192 60 3.877 224,5 56
2 Sóley Líf Konráðsdóttir KFR 65 2.628 1.125 80 3.833 220,8 12
3 Vilborg Lúðvíksdóttir KFA 57 2.722 1.059 40 3.821 222,4 0
4 Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR 57 2.611 1.092 80 3.783 217,8 -38
5 Alexandra Kristjánsdóttir ÍR 46 2.652 1.103 20 3.775 220,9 -46
6 Anna Kristín Óladóttir ÍR 57 2.593 1.058 20 3.671 214,8 -150

Frá vinstri: Ísak Birkir Sævarsson ÍA, Ásgeir Karl Gústafsson KFR og Ísak Freyr Konráðsson KFR.

Frá vinstri: Sóley Líf Konráðsdóttir KFR, Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR og Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA

Nýjustu fréttirnar