Keppni fer aftur af stað

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Eins og kunnugt er þá er heimilt að hefja aftur keppni undir merkjum ÍSÍ eftir langt hlé vegna reglugerða um samkomutakmarkanir vegna farsóttar. Stjórn KLÍ fundaði í kvöld um hvernig best sé að hátta keppnishaldi til að eiga möguleika á að ljúka keppnistímabilinu 2020 til 2021 á skikkanlegum tíma. Ljóst er að áskoranir eru miklar til að geta haldið áfram keppni undir þessum kringumstæðum. Taka þarf tillit til ýmissa atriða svo sem fjöldatakmarkanir á keppnisstað, fyrirséð lok tímabils, reyna að gæta að sem mestu sanngirni í mjög svo ósanngjörnum aðstæðum og fleira.

Megin markmiðið ákvörðun stjórnar í kvöld er að koma þeim mótum á í dagskrá sem fyrir lágu s.s. ungmennakeppnum, liðakeppnum og einstaklingsmótum. Til að bæði ná að klára tímabilið á ásættanlegum tíma og hafa eitthvað svigrúm til breytinga hefur stjórn KLÍ því ákveðið að helminga núverandi deildarkeppni fyrir tímabilið. Bráðabirgðareglugerð verður sett á Íslandsmót liða 2020 til 2021.

Byrjun Íslandsmóts liða eftir hlé verður sem hér segir:

 • Mánudaginn 18. janúar leika 2. deild kvenna og 3. deild karla þar sem frá var horfið
 • Þriðjudaginn 19. janúar leikur 1. deild kvenna þar sem frá var horfið
 • Laugardaginn 23. janúar hefst 2. deild karla hefst með leikjum Þórs hér fyrir sunnan þar sem frá var horfið
 • Þriðjudaginn 26. janúar hefst 1. deild karla þar sem frá var horfið

Helstu mót framundan verða sem hér segir:

 • Meistarakeppni ungmenna hefst laugardaginn 16. janúar
 • Íslandsmót liða hefst aftur 18. janúar
 • Bikarkeppni KLÍ hefst 20. og 24. janúar
 • RIG 21 verður 2. til 4. febrúar (þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag)
 • Íslandsmót einstaklinga með forgjöf verður 20. til 23. febrúar
 • Íslandsmót öldunga verður 6. til 8. mars
 • Íslandsmót einstaklinga verður 13. til 16. mars
 • Íslandsmót unglinga verður 20. mars
 • Úrslit bikarkeppni liða verða 6. apríl
 • Lokaumferðir á Íslandsmóti liða verða 10. apríl

Allt er þetta með fyrirvara um ákvarðanir stjórnvalda sem hafa áhrif á keppnir innan ÍSÍ

Fjöldi umferða á Íslandsmóti liða verður því sem hér segir:

 1. deild kvenna – 8 lið. Skv. reglugerð á að spila þrisvar við andstæðing – Ákveðið að spila tvisvar alls 14 umferðir í stað 21
 2. deild kvenna – 6 lið. Skv. reglugerð á að spila fjórum sinnum við andstæðing – Ákveðið að spila tvisvar alls 10 umferðir í stað 20

 1. deil karla – 10 lið. Skv. reglugerð á að spila tvisvar við andstæðing – Ákveðið að spila einu sinni alls 9 umferðir í stað 18
 2. deil karla – 10 lið. Skv. reglugerð á að spila tvisvar við andstæðing – Ákveðið að spila einu sinni alls 9 umferðir í stað 18
 3. deild karla – 8 lið. Skv. reglugerð á að spila þrisvar við andstæðing – Ákveðið að spila tvisvar alls 14 umferðir í stað 21

Mikilvæg atriði fyrir keilara:

 • fylgist með dagskrá KLÍ eins oft og mögulegt er
 • bráðabirgðareglugerð um liðakeppnir mun heimila aðeins einn varamann pr. lið vegna fjöldatakmarkanna á keppnisstað í sóttvarnarreglugerð KLÍ
 • frestanir eru ekki veittar nema í allra nauðsynlegustu tilfellum og verður horft stíft í reglugerð
 • vert er að benda á uppfærða reglugerð um Íslandsmót liða þar sem heimilt er að hefja leik með 2 keppendum í liði
 • mæti lið ekki til leiks gildir reglugerð um Íslandsmót liða, viðureign er töpuð

Von er á að dagskrá KLÍ verði uppfærð í vikunni þannig að allar viðureignir verða komnar inn – Fylgist vel með – Ítrekað er að allt er þetta með fyrirvara um reglugerðir um samkomutakmarkanir vegna sóttvarna.

 

Nýjustu fréttirnar