Þórarinn Már Þorbjörnsson tekur við sem Framkvæmda- og íþróttastjóri KLÍ

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Eins og fram hefur komið ákvað stjórn KLÍ að sameina starfsgildi sambandsins í eitt. Megin markmið þess er að fullnýta starfskrafta viðkomandi þannig að sambandið hafi aðila sem sinnir Keilusambandinu að fullu. Stjórn auglýsti stöðuna í byrjun október og bárust nokkrar umsóknir. Eftir yfirferð var ákveðið að ræða við Þórarinn og tókust samningar milli aðila rétt fyrir mánaðarmótin.

Þórarinn tekur við starfinu ekki síðar en 1. mars 2021.

Kristján Ó Davíðsson sem gengt hefur starfi Íþróttastjóra sinnir því áfram í það minnsta til áramóta. Vill stjórn KLÍ koma á framfæri sérstökum þökkum til Kristjáns fyrir hans starf í þágu sambandsins.

Nýjustu fréttirnar