Tilkynning – Bikarúrslit og lokaumferð Íslandsmóts unglingaliða 2020

Facebook
Twitter

Eins og fram hefur komið ákvað stjórn í vor að fresta bikarúrslitum og lokaumferð á Íslandsmóti unglingaliða 2020 fram á haust vegna Covid-19 aðstæðna. Stjórn fundaði í gær til að ræða mögulegar dagsetningar fyrir viðkomandi viðureignir. Samkvæmt upplýsingum frá Akranesi þá stendur til að endurnýja vélar í salnum en ÍA er eitt 4 karla liða í undanúrslitum bikars og á heimaleik í undanúrslitum. Er von á vélum í lok ágúst og tekur einhverja stund að koma þeim upp og í gang. Stjórn ákvað í gær að bíða með þessi undanúrslit fram til mánaðarmóta september október í síðasta lagi en fari svo að tafir verði á Skaga þá verða leikirnir settir á í Egilshöll í samráði við lið eins og hægt er.

Varðandi lokaumferð Íslandsmóts unglingaliða þá verður haft samráð við Unglindanefnd og þjálfara félaga sem eiga lið í þeirri keppni og hentugur leikdagur fundinn.

Klára þarf þessar umferðir áður en umferðir fyrir tímabilið 2020 til 2021 hefjast.

Nýjustu fréttirnar