Skip to content

Hafþór Harðarson RIG meistari 2020

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Keilu­keppni Reykja­vík­ur­leik­anna fór fram í Keilu­höll­inni í Eg­ils­höll um helg­ina. Á meðal kepp­enda voru fjór­ar kon­ur sem keppa á at­vinnu­mótaröðinni í Banda­ríkj­un­um, þeirri stærstu í heimi, Jesper Ager­bo, fyrr­ver­andi heims- og Evr­ópu­meist­ari, og Arn­ar Davíð Jóns­son, sem vann Evr­ópu­mótaröðina 2019 og varð í 5. sæti í kjör­inu um íþrótta­mann árs­ins 2019. Aldrei hafa eins marg­ir sterk­ir keilar­ar komið til lands­ins vegna móts­ins en hátt í 40 er­lend­ir keilar­ar tóku þátt.

Undan­keppni móts­ins var spiluð frá fimmtu­degi til laug­ar­dags. Alls þurfti 230 í meðaltal úr 6 leikja seríu í undan­keppn­inni til að kom­ast í úr­slit­in í dag og hef­ur skorið aldrei verið svona hátt í mót­inu þau 12 ár sem það hef­ur verið haldið. 

Í út­slátt­ar­keppn­inni í morg­un voru spilaðir marg­ir jafn­ir leik­ir og fóru meðal ann­ars tveir þeirra í bráðabana. Í sjálf­um úr­slita­leikn­um eft­ir há­degi í dag réðust úr­slit­in í síðasta ramma.

Daria Pajak frá Póllandi, Danielle McEw­an frá Banda­ríkj­un­um, Rikke Ager­bo frá Dan­mörku og Hafþór Harðar­son úr ÍR komustí  fjög­urra manna úr­slit­in. Maria Rodrigu­ez frá Kól­umb­íu sem var í for­ystu alla for­keppn­ina datt út á móti Hafþóri í út­slátt­ar­keppn­inni í morg­un. 

Danielle spilaði best allra í fyrsta leikn­um með 253 pinna, Hafþór var með 225, Daria með 208, en Rikke féll úr keppn­inni með 192 pinna leik með for­gjöf. Í öðrum leikn­um var Hafþór með hæsta leik­inn 270, Danielle hélt upp­tekn­um hætti og spilaði 266 og Daria helt­ist úr lest­inni með 253 pinna.

Í síðasta leikn­um skipt­ust Danielle og Hafþór á að taka for­yst­una og úr­slit­in réðust ekki fyrr en í 10 ramma. Fór það svo að Hafþór vann með 259 á móti 253 hjá Danielle með for­gjöf. Þetta er fyrsti sig­ur Hafþórs á Reykja­vík­ur­leik­un­um. 

Hægt er að nálgast úrslit inn á rigbowling.is

Nýjustu fréttirnar