Breyting á stjórn Keilusambandsins

Facebook
Twitter

S. Unnur Vilhjálmsdóttir hefur sagt sig frá stjórnarstörfum og tekur afsögnin þegar gildi. Unnur hefur þó orðið við beiðni stjórnar að sinna gjaldkerastörfum fram að þingi í vor. Sem og mun hennar fyrirtæki halda áfram að sjá um bókhald sambandsins.

Stefán Claessen, kjörinn varamaður, tekur sæti hennar í stjórn.

Stjórn KLÍ vill koma á framfæri innilegum þökkum til Unnar fyrir hennar störf í keilunni á undanförnum árum. Þau verða seint metin til fulls.

Nýjustu fréttirnar