Arnar Davíð Jónsson fékk viðurkenningu ÍBR fyrir árangur á árinu

Facebook
Twitter

Í gær bauð Borgarstjórinn í Reykjavík íþróttafólki til samsætis í Tjarnarsal ráðhússins þar sem einstaklingar og lið voru verðlaunuð af Íþróttabandalagi Reykjavíkur fyrir framúrskarandi árangur á árinu. Arnar Davíð Jónsson Keilufélagi Reykjavíkur fékk viðurkenningu fyrir frábært tímabil en eins og öllum er kunnugt sigraði hann Evróputúrinn í ár. Auk hans fengur Íslandsmeistarar liða ÍR PLS og ÍR TT viðurkenningu sem og Bikarbeistarar liða KFR Grænu töffararnir og KFR Valkyrjur.

Var það síðan Júlían Jóhann Karl Jóhannsson kraftlyftingamaður sem var valinn íþróttakarl Reykjavíkur 2019 en Arnar Davíð kom þar sterklega til greina.

Nánar má sjá hverjir hlutu viðurkenningar á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Nýjustu fréttirnar