Arnar og Ástrós keilarar ársins 2019

Facebook
Twitter

Stjórn Keilusambandsins hefur kosið þau Arnar Davíð Jónsson Keilufélagi Reykjavíkur og Ástrósu Pétursdóttur ÍR keilara ársins 2019, annað árið í röð.

Arnar Davíð Jónsson er karlkeilari ársins í þriðja sinn og annað árið í röð. Arnar sigraði Evrópumótaröð keilunnar 2019 fyrstur íslenskra keilara en alls voru 13 mót á mótaröðinni í ár. Hann var eini keppandinn á mótaröðinni sem sigraði fleiri en eitt mót á tímabilinu. Hann vann Track open mótið í Þýskalandi í sumar og að auki sigraði hann á lokamóti Evrópuraðarinnar Kegel Ålaborg International þar sem hann gulltryggði sé efsta sæti mótaraðarinnar í ár. Arnar tók þátt í lokamóti Heimstúrsins Kuwait International Open í nóvember en til Kúveit var honum boðið af Heimssambandinu, World Bowling, til að leika í úrslitum heimstúrsins sem fóru fram strax að því móti loknu. Arnar gerði sér lítið fyrir og var í efsta sæti lokamótsins og tryggði sér þátttöku í úrslitaleik mótsins þar sem hann laut í lægra haldi gegn Dominic Barrett frá Englandi, margföldum PBA meistara (bandaríska mótaröðin). Arnar mætti Barrett aftur í úrslitum heimstúrsins og aftur varð Arnar í 2. sæti. Besti árangur íslensk keilara í sögunni staðfestur.

Ástrós Pétursdóttir ÍR er kvennkeilari ársins annað árið í röð og alls í 4. sinn. Ástrós varð stigameistari á liðnu keppnistímabili á Íslandsmóti liða og varð með besta meðaltal allra í kvennadeildum á því tímabili. Ástrós var ofarlega í öllum mótum innanlands sem hún tók þátt í meðal annars varð hún í 2. sæti á Íslandsmóti einstaklinga 2019 og sömuleiðis í 2. sæti á Íslandsmóti para. Hún tók þátt í öllum verkefnum afrekshóps kvenna og meðal annars fór hún á mót í Ósló sem var hluti á Evróputúrnum. Spilaði hún þar best íslensku kvennkeilaranna.

Nýjustu fréttirnar