Vel heppnuðu Norðurlandamóti ungmenna lokið

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Nú í dag lauk Norðurlandamóti ungmenna U23 í Keiluhöllinni Egilshöll. Leikið var til úrslita í svokallaðri Masters keppni en þar áttust við 8 efstu piltar og stúlkur þar sem keppt er maður á mann og fást aukastig fyrir sigur í leik. Svíar rökuðu inn gullverðlaunum á mótinu, unnu einstaklingskeppnina hjá báðum kynjum, tvímenninginn og liðakeppnina auk þess sem að fá gullverðlaunin fyrir samanlagðan árangur í öllum keppnum. Það var þó Marjaana Hytönen frá Finnlandi sem vann Masterskeppni stúlkna og kom í veg fyrir að Svíar færu heim með öll gullverðlaunin en William Svensson frá Svíþjóð var án efa keppandi mótsins en hann vann piltakeppnina í Mastersflokkum auk þess að taka All event-, einstaklings- og tvímenningskeppnina með félaga sínum Robin Skans.

Mótinu lýkur svo formlega í kvöld með lokahófi en strax í fyrramálið halda erlendu gestirnir heim á leið.

Keilusamband Íslands þakkar ÍTR fyrir dyggan stuðning við mótið. Sem og þökkum við Keiluhöllinni fyrir að hýsa keppnina.

 

 

Nýjustu fréttirnar