Norðurlandamót ungmenna 2019 – Annar keppnisdagurinn

Facebook
Twitter

Degi tvö á Norðurlandamóti ungmenna U23 er lokið en í dag voru seinni leikirnir í liðakeppni leiknir og seinni part dagsins fór fram keppni í tvímenningi. Íslensku stúlkurnar urðu í 3. sæti liðakeppninnar.

Svíar halda áfram að raða inn gullverðlaunum og sigruðu allar keppnir dagsins. Piltalið þeirra seig fram úr Finnum í dag en Finnar voru í forystu eftir fyrri daginn. Það voru síðan Norðmenn sem urðu í 3. sæti en íslensku piltarnir urðu í 4. og neðsta sæti. Mikil barátta varð hjá stúlkunum milli Svía og Finna og munaði aðeins 56 pinnum á þeim í lokin 4.685, 195 í meðaltal, gegn 4.629 193 í meðaltal. Finnsku stúlkurnar voru í efsta sæti eftir 4 leiki af 6 en þær sænsku náðu glæsilegum leik í 5. leiknum og héldu svo forystu í síðasta leiknum.

Í tvímenningi voru það þær sænsku Nora Johansson og Emma Hlttunen sem sigruðu með 199 í meðaltal en það munaði nú ekki nema 19 pinnum á þeim og finnsku stúlkunum Vilma Salo og MArjaana Hytönen sem voru með 197 í meðaltal.

Hjá piltunum voru það þeir Willliam Svensson og Robin Skans sem unnu tvímenninginn með 223 í meðaltal og sigruðu þeir nokkuð örugglega.

Í fyrramálið kl. 10 hefst keppni 8 meðaltalshæstu stúlkna í svo kallaðri Masters keppni. Eftir hádegi verður síðan komið að 8 meðaltalshæstu piltunum að keppa. Mótinu lýkur að því loknu og halda keppendur heim á leið á sunnudaginn kemur.

Streymt er frá mótinu á Fésbókarsíðu Keilusambandsins. Úrslit og stöðu má sjá á vefsíðunni http://bowlingresults.info/nyc/2019/

Nýjustu fréttirnar