Norðurlandamót ungmenna 2019 – Fyrsti keppnisdagurinn

Facebook
Twitter

Í dag var fyrsti keppnisdagurinn á Norðurlandamóti ungmenna en keppnin fer fram hér í Keiluhöllinni Egilshöll. Keppt var í einstaklingskeppni og unnu Svíar tvöfalt hjá piltum og stúlkum. Það voru þau William Svensson með 234,8 í meðaltal í 6 leikjum og Emma Halttunen með 206,8 í meðaltal sem nældu sér í gullið. Besta árangri íslensku ungmennunum náði Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór en hún endaði í 5. sæti í stúlknaflokki með 186,7 í meðaltal.

Í örðu sæti í piltaflokki í einstaklingskeppninni í dag varð Alexander Beck frá Noregi og Teemu Putkisto frá Finnlandi varð í 3. sæti. Best íslensku pilta spilaði Jóhann Ársæll Atlason ÍA en hann varð í 12. sæti með 203,2 í meðaltal. Í öðru sæti í kvennaflokki varð Marjaana Hytönen frá Finnlandi og landa hennar Peppi Konsteri varð í 3. sæti.

Eftir hádegið fóru svo fram fyrri 3 leikirnir í liðakeppninni. Finnar leiða keppnina en stúlkurnar eru í efsta sæti með 189 í meðaltal en finnsku piltarnir eru með 232,6 í meðaltal.

Keppnin heldur áfram í fyrramálið en þá verða leiknir seinni 3 leikir í liðakeppninni en eftir hádegið verður komið að tvímenningi.

Streymt er frá mótinu á Fésbókarsíðu Keilusambandsins. Úrslit og stöðu má sjá á vefsíðunni http://bowlingresults.info/nyc/2019/

Nýjustu fréttirnar