Arnar Davíð Jónsson KFR sigrar Evrópumótaröð keilunnar 2019 – Sigur á lokamótinu

Facebook
Twitter

Eins og fram hefur komið var Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur í góðu tækifæri á að sigra Evrópumótaröðina í keilu fyrir árið 2019. Arnar gerði sér lítið fyrir og innsiglaði sigurinn á mótaröðinni með því að vinna lokamótið á túrnum í ár, Opna Álaborgar mótið. Þetta er hans 2. sigur á móti í Evrópumótaröðinni í ár og alls hans 3. á ferlinum.

Arnar sem flaug beint til Danmerkur eftir frækna för til Kúveit var ekkert að bíða með þetta og spilaði sig strax inn í úrslitakeppnina fyrir Álaborgarmótið. Endaði hann í 25. sæti eftir forkeppnina og vann sig þar með inn í úrslitadaginn sem fram fór nú í dag. Arnar sótti hratt upp listann í dag og var kominn í efsta sætið fyrir síðasta niðurskurð. Hélt hann sætinu og lauk síðustu umferðinni með 236,8 í meðaltal en nú er leikið eftir hefðbundnu skorkerfi ólíkt því sem fram fór í Kúveit.

Er þetta eins og áður hefur komið fram í fyrsta sinn í íslenskri keilusögu sem Íslendingur sigrar Evrópumótaröðina.

Nýjustu fréttirnar