Stefán Claessen ÍR og Marika K. E. Lönnroth KFR Reykjavíkurmeistarar einstaklinga 2019

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Þau Stefán Claessen úr ÍR og Marika K. E. Lönnroth KFR tryggðu sér í dag titlana Reykjavíkurmeistarar einstaklinga 2019. Reykjavíkurmótin marka upphaf keppnistímabilsins í keilu ár hvert en keppt er í karla- og kvennaflokki um titilinn. Bæði urðu þau efst eftir forkeppnina í dag og lék Marika leikina 6 í forkeppninni með 174,33 í meðaltal en Stefán varð með 224,33.

Í öðru sæti í karlaflokki varð Guðmundur Sigurðsson ÍA og í þriðja sæti varð Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR. Í öðru sæti í kvennaflokki varð Dagný Edda Þórisdóttir KFR og í þriðja sæti varð Katrín Fjóla Bragadóttir KFR. Allar eru þær liðsfélagar í liði KFR Valkyrja.

Alls tóku 31 keppendur þátt í mótinu í ár. Annaðkvöld, sunnudaginn 15. september hefst síðan keilutímabilið hjá Keilusambandinu með leik meistara meistaranna en þá eigast við í karlaflokki lið ÍR PLS sem eru Íslandsmeistarar 2019 og lið ÍA en þeir urðu í 2. sæti í bikarkeppninni. Lið KFR Grænu töffaranna sem eru Bikarmeistarar 2019 ná ekki liði í þessa keppni og því fær ÍA keppnisréttinn. Í kvennaflokki eigast við lið ÍR TT sem eru Íslandsmeistarar 2019 og lið KFR Valkyrja sem eru Bikarmeistarar 2019. Leikirnir hefjast kl. 19:00 og eins og vaninn er þá er keppt í Keiluhöllinni Egilshöll.

Nýjustu fréttirnar