Frá HM öldunga 50+ í Las Vegas

Facebook
Twitter

Frá Bandaríkjahreppi er það að frétta að einstaklings- og tvímenningkeppnum er lokið. Guðný Gunnarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir léku á fimmtudaginn í einstaklingskeppninni. Guðný endaði í 51. sæti með 180.33 í meðaltal og Linda endaði í 74. sæti með 171,0 í meðaltal. Einstaklingkeppnina sigraði Yumiko Yoshida frá Japan en hún lagði hina sænsku Susanne Olson í úrslitaleiknum.

Einstaklingkeppni karla fór eins og áður hefur komið fram þannig að Þórarinn Már Þorbjörnsson varð í 32. sæti með 204,0 í meðaltal en Guðmundur Sigurðsson varð í 87. sæti með 187,83 í meðaltal. Sigurvegari keppninnar varð svo Lennie Boresch frá Bandaríkjunum en hann lagði hinn kanadíska Michael Snow í úrlsitaleiknum.

Tvímenningskeppnin fór þannig að þeir Guðmundur og Þórarinn enduðu í 45. sæti með 191,67 í meðaltal. Sigurvegarar karlakeppninnar var lið Bandaríkjanna 2 þeir Lennie Borsch og Ron Mohr en þeir lögðu lið Svíþjóðar 2 þá Tomas Leanderson og Raymond Janssonmeð 457 gegn 399.

Tvímenningskeppni kvenna fór þannig að þær Guðný og Linda enduðu í 44. sæti með 165,08 í meðaltal. Sigurvegarar keppninnar urðu þær Leanne Hulsenberg og Tish Johnson í liði Bandaríkjanna 1 en þær lögðu lið Þýskalands 2 þær Martina Beckel og Bianca Volkl-Brandt með 443 gegn 372.

Núna þegar þetta er sett inn er að fara af stað liðakeppni karla. Þeir Guðmundur og Þórarinn leika með Rússunum Viktor Krasavkin og Alexandr Pashkovskii og hefja þeir leik kl. 10 að staðartíma eða kl. 17 að íslenskum og byrja á brautum 53-54. Þær Linda og Guðný leika svo kl. 21. að íslenskum eða kl. 14 að staðartíma. Þær leika með þeim Sara Aviram Harlap og Ziva Gur frá Ísrael. Byrja þær á brautum 25-26.

Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess.

Nýjustu fréttirnar