HM kvenna að hefjast í Las Vegas

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

HM kvenna hefst í keilusalnum á South Point Hotel í Las Vegas á fimmtudaginn kemur eða þann 22. ágúst og stendur það yfir til föstudagsins 30 ágúst. Að þessu sinni ákvað Keilusambandið að senda ekki lið til leiks á mótinu vegna uppbyggingar A liðs kvenna og vegna mikils kostnaðar við þetta mót. HM kvenna mun standa yfir til 30. ágúst. Í framhaldinu verður Alheimsþing keilusambanda haldið á sama stað þann 1. september og í beinu framhaldi verður svo HM öldunga 50+ frá 2. september til 10. Munu 4 íslenskir keppendur taka þátt í því móti, nánar um það síðar.

Á HM kvenna keppa að þessu sinni 179 keilarar. Meðal þekktra nafna eru þær bandarísku Danielle McEwan sem kom hingað til lands fyrr á árinu og keppti á RIG leikunum og Shannon O‘Keefe. Þær stöllur eru í efstu sætum á PWBA mótaröðinni í ár og vann Danielle US Open fyrir stuttu síðan, einn risatitla í kvennkeilunni vestan hafs. Wegner systurnar Casja og Jenny mæta á mótið fyrir hönd Svía en þær eru meðal sterkustu evrópsku kvennkeilara í dag. Einnig keppir hin danska Mai Ginge Jensen en hún sigraði á Evrópumóti landsmeistara 2018 og er því núverandi Evrópumeistari kvenna en næsta mót mun fara fram í Tyrklandi í nóvember n.k.

Allar upplýsingar um HM kvenna má finna á vefsíðu mótsins. Þar eru stöðufærslur, vísanir í lifandi útsendingar og fleira.

Nýjustu fréttirnar