Skip to content

EM öldunga í Bologna Ítalíu er hafið

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Þessa dagana stendur yfir Evrópumót öldunga 50+ ESBC en mótið fer fram í Bologna Ítalíu. Fyrir Íslands hönd keppa á mótinu þau Bára Ágústsdóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir og Þórarinn Már Þorbjörnsson. Mótið stendur yfir til laugardagsins 29. júní.

Í einstaklingskeppninni spilaði konurnar 6 leikjaseríuna eftirfarandi:

Guðný Gunnarsdóttir ÍR 1.058 eða 176,3 meðaltal (mtl.)

Helga Sigurðardóttir KFR 1.056 eða 176,0 mtl.

Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 1.033 eða 172,17 mtl.

Bára Ágústsdóttir ÍR 868 eða 144,7 mtl.

Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess.

Nýjustu fréttirnar