Liðskeppnum lokið á EMC 2019 – Andrés Páll keppir í Masters

Facebook
Twitter

Núna er liðskeppnum lokið á EM karlalandsliða EMC 2019 en keppt er í Munchen Þýskalandi. Rétt í þessu lauk keppni 5 manna liða og endaði íslenska liðið í 13. sæti af 31. Á morgun hefst keppni 24 meðaltalshæstu leikmanna mótsins og náði Andrés Páll Júlíusson ÍR 22. sætinu af alls 187 keppendum. Arnar Davíð Jónsson, sem á tíma var einnig meðal 24 efstu, seig aðeins niður töfluna síðustu daga og endaði í 29. sæti með 4.843 pinna eftir 24 leiki og vantaði aðeins 30 pinna til að halda sér uppi meðal 24 efstu. Masterskeppnin hefst á morgun kl. 7 að íslenskum tíma og er streymt frá henni beint á YouTube rás Stream Force 4 Bowling. Allar aðrar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess.

Árangur Íslands á mótinu var þessi:

Einstaklingskeppni – Frysta keppni mótsins

26. sæti Arnar Davíð Jónsson KFR /Höganas

49. sæti Andrés Páll Júlíusson ÍR

50. sæti Jón Ingi Ragnarsson KFR/BK Brio

72. sæti Gústaf Smári Björnsson KFR

120. sæti Einar Már Björnsson ÍR

125. sæti Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR

Tvímenningur

6. sæti Ísland 3 Arnar Davíð og Jón Ingi

45. sæti Ísland 2 Andrés Páll og Gústaf Smári

49. sæti Ísland 1 Einar Már og Gunnar Þór

Þrímenningur

20. sæti Ísland 2 Arnar Davíð, Andrés Páll og Jón Ingi

24. sæti Ísland 1 Einar Már, Gunnar Þór og Gústaf Smári

Liðakeppni 5 manna

13. sæti Arnar Davíð, Andrés Páll, Gunnar Þór, Einar Már og Jón Ingi

All Events

22. sæti Andrés Páll Júlíusson

29. sæti Arnar Davíð Jónsson

59. sæti Jón Ingi Ragnarsson

92. sæti Gústaf Smári Björnsson

100. sæti Gunnar Þór Ásgeirsson

113. sæti Einar Már Björnsson

Nýjustu fréttirnar