Fyrri degi í þrímenningi á EMC2019 lokið

Facebook
Twitter

Í dag voru leiknir 3 leikir af 6 í forkeppni þrímennings á EM karlalandsliða í Þýskalandi. Í fyrri riðlinum léku þeir Gunnar Þór Ásgeirsson, Gústaf Smári Björnsson og Einar Már Björnsson og léku þeir leikina á 1.758 pinnum eða 195,3 í meðaltal. Sitja þeir í 27. sæti af 61. Best spilaði Gunnar Þór en hann var með 612 seríu.

Næst léku svo þeir Andrés Páll Júlíusson, Arnar Davíð Jónsson og Jón Ingi Ragnarsson. Léku þeir sína þrjá leiki á 1.784 eða 198,2 að meðaltali. Eru þeir í 19. sæti. Best spilaði Andrés Páll en hann var með 617 seríu.

Seinni þrír leikirnir í þrímenningi verða leiknir á morgun 17. júní og verða úrslit leikin milli 4 efstu strax á eftir forkeppninni.

Arnar Davíð situr nú í 12. sæti í heildarkeppni mótsins og hefur fallið niður um 4 sæti frá í gær. Andrés Páll er í 37. sæti, Jón Ingi er í 56. sæti, Gunnar Þór í 98. sæti Gústaf Smári í því 104. og Einar Már í 122. sæti.

Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess.

Nýjustu fréttirnar