Forkeppni einstaklingskeppni lokið á EMC2019

Facebook
Twitter

Nú rétt fyrir hádegi lauk forkeppni einstaklingskeppni á Evrópumóti karlaliða í keilu en leikið er í Dream-Bowl Palace salnum í Munchen Þýskalandi. Arnar Davíð Jónsson KFR / Höganas spilaði best íslensku keppenda en hann lék sína 6 leikja seríu með 1.247 eða 207,8 í meðaltal. Sá árangur skilaði honum í 26. sæti af alls 187 keppendum. Næstir komu:

  1. sæti – Andrés Páll Júlíusson ÍR 1.193 / 198,8 mtl.
  2. sæti – Jón Ingi Ragnarsson KFR / BK Brio 1.191 / 198,5 mtl.
  3. sæti – Gústaf Smári Björnsson KFR 1.164 / 194,0 mtl.
  4. sæti – Einar Már Björnsson ÍR 1.111 / 185,2 mtl
  5. sæti – Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR 1.105 / 184,2 mtl

Efstur eftir forkeppni mótsins er Gaetan Mouveroux Frakklandi með 1.377 / 229,5 mtl. en hann er eini keppandinn sem hefur náð fullkomnum leik í mótinu, 300 í 4. leik dagsins. Annar er Xander van Mazijk Hollandi með 1.3.44 / 224,0, þriðji er Matty Clayton Englandi með 1.340 / 223,3 mtl. og fjórði er Tobias Börding Þýskalandi með 1.331 / 221,8 mtl. Þessir fjórir keilarar mætast núna kl. 12:45 í undanúrslitum og svo eru úrslit spiluð strax á eftir.

Á morgun hefst svo keppni í tvímenningi en þá leika saman Einar Már og Gunnar Þór í riðli 1 og hefja þeir keppni kl. 7 að íslenskum tíma. Andrés Páll og Gústaf Smári í riðli 2 og hefja þeir leik kl. 11:45 og loks leika þeir Arnar Davíð og Jón Ingi saman í riðli 3 en hann verður á laugardaginn kl. 8.

Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess, bein textalýsing, beinar útsendingar á vefnum og fleira.

Nýjustu fréttirnar