Ársþing Keilusambandsins 2019

Facebook
Twitter
Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður KLÍ og Guðmundur Sigurðsson Keilufélagi Akraness sem sæmdur var Gullmerki KLÍ á 26. Ársþingi KLÍ 2019

Sunnudaginn 12. maí s.l. var 26. Ársþing Keilusambands Íslands haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. KFR sá að þessu sinni um að hýsa þingið og  Á þingið mættu fulltrúar allra aðildarfélaga nema að fulltrúar Þórs komust ekki. Á þinginu sátu sem áheyrnarfulltrúar tveir aðilar frá Íþróttafélaginu Ösp.

Ekki lágu mörg mál fyrir þinginu en ljóst var að kjósa þurfti tvo aðalfulltrúa til tveggja ára í stjórn. Björgvin Helgi frá Þór gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu en S. Unnur Vilhjálmsdóttir KFR gaf hinsvegar kost á sér sem er fagnaðarefni. Hún ásamt Einari Jóel frá ÍA voru ein í framboði til aðalmanna í stjórn og voru því sjálfkjörin. Þrír gáfu kost á sér sem varamenn til eins árs og kom það í hlut Kjörnefndar að gera tillögu að röðun þeirra sem var samþykkt samhljóða en þeir eru í þessari röð: Stefán Ingi Óskarsson KFR, Stefán Claessen ÍR og Björn Kristinsson KR.

Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður KLÍ ásamt Svavari Þór Einarssyni sem var sæmdur Silfurmerki KLÍ á 26. Ársþingi KLÍ 2019

Á þinginu voru tveir aðilar sæmdir heiðursmerki KLÍ. Guðmundur Sigurðsson ÍA var sæmdur Gullmerki KLÍ fyrir áratuga störf sín í þágu keilunnar á Íslandi. Guðmundur er eins og keilarar þekkja til aðalmaðurinn á bakvið Keilufélag Akraness sem keppir undir merkjum ÍA. Svavar Þór Einarsson ÍR var sæmdur silfurmerki KLÍ fyrir störf sín í þágu keilunnar en Svavar hefur m.a. verið s.l. 3 ár aðalmaðurinn á bakvið Mótanefnd KLÍ auk þess að sinna öðrum störfum svo sem formaður ÍR Keiludeildar s.l. ár.

Þinggerð má sjá hér og Ársskýrslu má sjá hér.

Nýjustu fréttirnar