Andlátsfregn – Ragna Matthíasdóttir

Facebook
Twitter

Þær leiðu fréttir bárust að vinkona okkar hún Ragna Matthíasdóttir sem lék með KFR-Afturgöngunum er látin á 57. aldursári. Ragna lék undir merkjum KFR allan sinn feril. Varð hún m.a. þrívegis Íslandsmeistari öldunga nú síðast 2018. Einnig varð hún Íslandsmeistari para tvö ár í röð 2008 og 2009 auk þess að verða Íslands- og Bikarmeistari með liði sínu all nokkrum sinnum.

Keilusambandið sendir ættingjum Rögnu, liðsfélögum hennar og öllum vinum sínar dýpstu samúðarkveðjur.

Ragna Matthíasdóttir f. 24.09.1962 d. 04.05.2019

Útför hennar fer fram miðvikudaginn 15. maí 2019 kl. 13:00 frá Digraneskirkju, Kópavogi.

Nýjustu fréttirnar