Frá úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil deildarliða

Facebook
Twitter

Í gærkvöldi var leikin 2. umferð af þrem í úrslitum á Íslandsmóti liða. Þar eigast við úr 1. deild karla ÍR liðin PLS, Íslandsmeistarar 2018, og KLS en bæði þessi lið eiga marga titla að baki. Í úrslitum úr 1. deild kvenna keppa einnig ÍR lið en það eru ÍR TT og ÍR Buff en bæði þessi lið hafa einnig nokkra titla í safni sínu.

Leikir gærkvöldsins fóru þannig að ÍR PLS vann ÍR KLS með 7,5 stigum gegn 6,5 og leiðir viðureignina með 18,5 stigum gegn 9,5. PLS drengjum nægja 3 stig í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn. ÍR TT snéri dæminu við og vann umferðina í gær með 11 stigum gegn 3 og þá er jafnt hjá konunum 14 stig gegn 14. Stöðuna má sjá hér.

Lokaumferð úrslitanna fer fram á laugardaginn kemur og hefst hún kl. 10 en á sama tíma fara fram lokaumferðir í öðrum deildarkeppnum KLÍ þennan veturinn. Um kvöldið fer svo fram lokahóf Keilusambandsins þar sem verðlaunaafhendingar verða.

Nýjustu fréttirnar