23 ára Íslandsmet slegin

Facebook
Twitter

Á sunnudaginn var á Íslandsmóti unglingaliða sló Fjóla Dís Helgadóttir úr KFR 23 ára gömul Íslandsmet í tveimur og þremur leikjum 5. flokki stúlkna. Gömlu metin voru sett í Keilubæ í Keflavík í nóvember 1995. Fjóla Dís spilaði 301 og 432 um helgina og óskum við henni til hamingju með metin. Það er greinilegt að æskan blómstrar hjá okkur í keilunni þessi misserin en fjölmörg gömul met hafa undanfarið verið slegin út.

Fjóla Dis er til hægri á myndinni.

Nýjustu fréttirnar