Skip to content

Dagskrá tímabilsins 2018 til 2019 komin á vefinn

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Dagskrá vetrarins er komin á vefinn. Í henni eru nokkrar breytingar sem keilarar þurfa að taka eftir. Fyrst ber að nefna að 1. og 2. deild kvenna færist frá þriðjudögum á mánudaga og 2. deild karla færist frá mánudögum yfir á þriðjudaga en ástæður þessarar breytinga verður lýst hér á eftir. Einnig hefur stjórn KLÍ tekið þá ákvörðun að fresta á komandi tímabili Íslandsmóti í tvímenningi deildarliða, sjá nánari rökstuðning í tilkynningunni.

Nánar um breytingu dagskrár
 
Rætt hefur verið um það m.a. á síðasta Þingi KLÍ að hafa dagskrána þannig að úrslit í 1. deildum karla og kvenna sé lokið þegar lokahóf sambandsins fer fram. Í þessari dagskrá er leitast við að verða við þeim hugmyndum. Þar sem fjöldi umferða er misjafn í báðum kvennadeilunum og 3. deild karla auk ýmissa verkefna sambandsins á komandi vetri m.a. Smáþjóðaleika í byrjun maí á næsta ári telur mótanefnd og stjórn nauðsynlegt að reyna að bæði þétta dagskrá og hliðra til hefðbundnum leikdögum til að jafna leikdaga liða yfir tímabilið.
Einnig hefur stjórn ákveðið að fella niður Íslandsmót í tvímenningi deildarliða þetta tímabil vegna ofangreindrar ástæðna, þétting á dagskrá, en að auki vegna kostnaðar sem er orðinn af mótahaldi. Einnig heftur verið rætt um tilgang þess að vera með tvímenningsmót yfir veturinn eftir að liðakeppnin breyttist í þriggja manna lið.
 
Það er ljóst að skiptar skoðanir eru og verða alltaf þegar leikdögum er breytt en bent er á að stjórn og mótanefnd verða alltaf að hafa svigrúm til skipulagningar eftir aðstæðum hverju sinni.
 
Virðingafyllst,
Stjórn og mótanefnd KLÍ
 
ATH. Verið er að vinna í að fá leikina pr. umferð í dagskránna. Hægt er að velja Dagskrá – Deildir – Dagskrá og sjá niðurröðun hverrar deildar fyrir sig.
 

Nýjustu fréttirnar

Ársþing Keilusambandsins 2019

Sunnudaginn 12. maí s.l. var 26. Ársþing Keilusambands Íslands haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. KFR sá að þessu sinni um að hýsa þingið og  Á þingið mættu fulltrúar allra aðildarfélaga nema að fulltrúar Þórs komust ekki. Á þinginu sátu sem áheyrnarfulltrúar tveir aðilar frá Íþróttafélaginu Ösp.

Meira »

Andlátsfregn – Ragna Matthíasdóttir

Þær leiðu fréttir bárust að vinkona okkar hún Ragna Matthíasdóttir sem lék með KFR-Afturgöngunum er látin á 57. aldursári. Ragna lék undir merkjum KFR allan sinn feril. Varð hún m.a. þrívegis Íslandsmeistari öldunga nú síðast 2018. Einnig varð hún Íslandsmeistari para tvö ár í röð 2008 og 2009 auk þess að verða Íslands- og Bikarmeistari með liði sínu all nokkrum sinnum.

Meira »

ÍR-PLS og ÍR-TT Íslandsmeistarar 2019

Liðin ÍR-PLS og ÍR-TT urðu í dag Íslandsmeistarar liða í karla- og kvennaflokki árið 2019. ÍR-PLS sigraði lið ÍR-KLS nokkuð örugglega og vörðu þar með titilinn sinn sem þeir unnu í fyrra. ÍR-TT sigraði lið ÍR-Buff í hörkuleik þar sem litlu munaði á liðunum.

Meira »