Skip to content

Landsliðin fyrir HM kynnt

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Landsliðin sem taka þátt í Heimsmeistaramótinu í Las Vegas í nóvember voru kynnt á blaðamannafundi í hádeginu í dag. 

Heimsmeistaramótið í Keilu verður haldið í Las Vegas dagana 24. nóvember – 4. desember. Á mótinu er keppt bæði í karla- og kvennaflokki. Keppt er í einstaklingskeppni, tvímenning, þrímenning og fimm manna liðum.  Það eru 36 þjóðir sem hafa keppnisrétt á mótinu, þ.a. 15 þjóðir frá Evrópu. Kvennalið Íslands tryggði sér keppnisrétt á Heimsmeistaramótinu með frábærum árangri á Evrópumeistaramótinu í Vín síðasta sumar en karlalandslið Íslands komst inn á HM eftir að tvö lið frá Evrópu hættu við þátttöku.

Landsliðsþjálfarar liðana hafa valið þá aðila sem fara munu til Las Vegas fyrir Íslands hönd:

Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR
Dagný Edda Þórisdóttir KFR fyrirliði
Guðný Gunnarsdóttir ÍR
Hafdís Pála Jónasdóttir KFR
Katrín Fjóla Bragadóttir KFR
Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR

 

Arnar Davíð Jónsson KFR fyrirliði
Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR
Gústaf Smári Björnsson KFR
Hafþór Harðarson ÍR
Jón Ingi Ragnarsson KFR
Skúli Freyr Sigurðsson KFR

Þjálfari kvennaliðsins er Hafþór Harðarson en þjálfarar karlaliðsins eru Ásgrímur Helgi Einarsson og Guðjón Júlíusson.  Fararstjóri verður Theódóra Ólafsdóttir íþróttastjóri KLÍ.

 

 

 

 

 

Nýjustu fréttirnar